þriðjudagur, nóvember 26, 2002

Ég er mikil áhugamanneskja um tyggjó og jórtra mig að meðaltali gegnum hálfan pakka á dag. Þekking mín á umgengni við tyggjó er því mikil. Fyrir amatör tyggjendur ætla ég að skrifa niður nokkra punkta (reglur, ef vill) um æskilega meðferð tyggjós.

1. Ekki skal smjatta græðgislega á tyggjói með opinn munn, óhljóðin er gasalega ólekker.
2. Ekki skalt innibyrða of mikið magn af tyggjói í einu.
3. Að jórtra tyggjó eins og belja með miklum kjálkahreyfingun er einungis til minnkunnar fyrir geranda.
4. Götur eru ekki ruslafötur, vefjið tyggjóinu inn í pappírssnifsi sé engin ruslafata nálægt og geymið.
5. Tyggjóklessur upp um alla veggi, borð, stóla og borðbúnað er hvimleiður ósiður.
6. Eðlilegt er að biðja stöku sinn um tyggjó frá öðrum, en að sníkja í sífellu frá sömu manneskjunni eins og hún sé byrgðageymsla þín, er ekki smekklegt.
7. Tyggjói á ekki að kyngja.
8. Hver sá/sú sem teygir og hnoðar tyggjó með höndunum og stingur því svo upp í sig aftur, er hin versta subba.
9. Síffeldur kúlublástur er hallærislegur.
10. Gætið þess að tyggjóið sitji ekki eftir á vörum neytandans.

Vonandi takið þið þessar ábendingar til eftirbreytni. Gangi ykkur vel.

Engin ummæli: