mánudagur, nóvember 25, 2002

Þríleikurinn subbulegi
Draumfarir mínar aðfaranótt laugardags voru heldur svaðalegar. Martraðirnar þrjár voru allar í viðbjóðslegri kantinum, þó ég muni reyndar ekki lengur eftir þeirri síðustu. En fyrst dreymdi mig sumsé blóðug ungbarnadráp og hrökk upp frá þeim með ónotatilfinningu. Seinni draumurinn sem ég man var samt eiginlega verri, því í svefni kippti ég mér ekkert upp við subbuskapinn. Atferlið þótti fullkomlega eðlilegt í draumnum og ég kúrði eins og engill til morguns. En þá var mér líka brugðið. Í stórum dráttum gekk draumurinn sumsé út á kynferðislegan...þríleik, milli foreldra og....eh...barns. N.B. barnið var ekki barn heldur ungmenni!

Ég er auðvitað algjörlega saklaus af þessum leiðindum, þessu var bara þröngvað upp á mig í draumi. Samt sem áður býður mér við eigin huga. Hvaðan kemur þetta inn í undirmeðvitundina? Ekki bað ég um það. Ég ætla að hætta að horfa á ógeðslegar bíómyndir.

Frank undraði sig á því um daginn að sumir skuli taka það nærri sér að sjá dráp í bíómyndum. Ég veit ekki með aðra, en ég kippi mér lítið upp við að sjá einhvern skotinn í hasarmynd. (nema það sé í hnéskelina, eða augað sé plokkað úr eða tungan rifin, sjæse) Hinsvegar fyllist ég ónotatilfinningu yfir ögn raunsærri myndum, en þá er það ekki vegna þess sem ég sé á skjánum heldur eigin hugsunum. Ég lifi mig of mikið inn í hvernig manneskjunni hefur liðið á meðan henni var nauðgað eða fjölskyldan drepin fyrir augum hennar. Og þá líður mér illa.

Þegar ég var yngri fussaði ég yfir predikunum um áhrif ljótra mynda. En eftir því sem ég horfði á fleiri óþægilegar bíómyndir, því oftar fylltist ég ónotatilfinningu ein úti í myrkri os.frv. Eftir því sem ég heyri, les og sé fleiri óhugnalega hluti, því fleiri óhugnanlegar hugmyndir fæ ég í kollinn. Ekki svo að segja að ég sé alltaf skíthrædd. En ég vildi gjarnan losna við þær fjölmörgu ólíku útgáfur af morðum og nauðgunum sem ég geymi í undirmeðvitundinni.

Engin ummæli: