fimmtudagur, nóvember 21, 2002

Rétt áðan sagði ungur drengur fyrir aftan mig: "Það var alltaf sagt mér...." Úff

Útvarp og sjónvarp eru skaðvaldar. Hvers vegna fólki finnst nauðsynlegt að sitja endalaust undir öllum mögulegum miðlum er mér ómögulegt að skilja. . Á leiðinni í skólann hlusta ég iðulega á morgundagskrá Rásar 2 og líkar vel. En að vakna við dynjandi útvarpsgargan og heyra ekki í sjálfri mér hugsa yfir morgunmatnum, finnst mér áreiti. Sjónvarpið ergir mig líka sífellt meira. Nú er nýtilkomið lítið sjónvarp í eldhúsinu heima. Mér finnst gott og blessað að fylgjast með fréttum, en kæri mig ekki um auglýsingaþvarganið beint ofan í diskinn minn. Þá kann ég betur við að ræða málin í rólegheitum við fjölskylduna, sem hittist varla nokkurn tíma öll nema hugsanlega yfir kvöldmatnum. Undanfarið ár hefur sjónvarpsáhorf mitt minnkað með hverjum deginum og existerar varla núna. Ég er fegin því (að mínu mati) frelsi að miða ekki lengur tíma minn við sjónvarpsdagskrána. Jafnframt tek ég nú meira eftir því hvað sjónvarpið dáleiðir, þegar ég sé samræður deyja og fólk slökkva á heilanum yfir efni sem það hefur ekki nokkurn áhuga á. Jafnvel auglýsingum.

Nú er ég auðvitað ekki að segja útvarp og sjónvarp alslæmt, enda hef ég sjálf oft bæði gagn og gaman af. En um þetta gildir eins og annað að allt er gott í hófi. Þó að fyrirtaks tækjabúnaður sé til á heimilinu er ekki þar með sagt að hann þurfi alltaf að vera í notkun. Þögn og friður dregur úr streitu. Stanslaust utanaðkomandi dulið-áreiti fækkar hugsunum. Eð´eikkvað.

Engin ummæli: