laugardagur, janúar 18, 2003

Vofeiflegir atburðir

Þann 18.desember tók ég að láni bókina Remains of the Day af Héraðsbókasafni Kjósarsýslu. Ætlunin var að lesa hana í jólafríinu, en þangað til að því kæmi kom ég henni fyrir í bókahillunni minni í jólatiltektinni. Fljótlega eftir áramót þegar ég ætlaði að draga bókin fram var hún með öllu horfin. Síðan hef ég snúið herberginu við þrisvar sinnum í leit að henni, svo ég gæti a.m.k. skilað henni á safnið. En bókin fannst ekki. Mér var ómögulegt að skilja þetta hvarf og yfirheyrði fjölskyldumeðlimi sem sóru af sér alla sök. Ég hugsaði til baka og reyndi að muna hvort ég hefði kannski sett bókin annars staðar en mig minnti, en jafnvel þó svo hefði verið sýndi ítarleg leit fram á að hún var þar a.m.k. ekki lengur. Bókin var hvergi. Að lokum gafst ég upp en þótti þetta harla undarlegt.

Í dag er 18.janúar, skiladagur bókarinnar. Ég er ein heima að stússast kringum sjálfa mig. Ég sit inni í eldhúsi lesandi blöðin og hreinsa aðeins til eftir svínin systkini mín. Stíg ekki fæti inn í herbergið mitt í lengri tíma. Þegar ég fer inn á klósett til að fylla á vatnsflöskuna mína heyri ég skyndilega einhvern skarkala frammi og hrekk við. Ég svipast um eftir orsökinni, enda inni í herberginu mínu þar sem ég sé mér til furðu að ein bókastoðanna í hillunni hefur dottið á gólfið. Þessi "bókastoð" er einmitt stór og þungur steinn. Ég athuga hvort parketið hafi nokkuð skaddast og ætla síðan að koma grjótinu fyrir á sínum stað en verður ekki um sel. Þarna beint fyrir framan nefið á mér er bókin, át off nóver. Sem ég skrifa þetta er einhver ónotatilfinning í mér og bregst óskynsamlega við öllu reimleikaþruski.

Djöfull er þetta furðulegt.

Engin ummæli: