laugardagur, febrúar 01, 2003

Una tekur menningarlegu týpun´á´etta.

Ég hef ekki farið farið varhluta af menningarlífi borgarinnar undanfarna daga. Fræ listarinnar, sem blunda gjarnan í innviðum hvers menningarfrömuðar snuðuð aðhlynningar, blómstra nú í mínu innra menningarlega sjálfi og skjóta rótum fjölærar jurtar. Viðburðirnir standa sem fulltrúar ólíkra sviða mannlífsins; útgáfutónleikar Dikta á Gauki á Stöng voru fulltrúi þess nýja og ferska, ungt fólk sem tjáir ofsafengna list sína. Leikritið Veislan í uppsetningu Þjóðleikshússins er harðvítug ádeila á brenglaðar kenndir og mannlegar tilfinningar. Í kvöld verður sótt frumsýning Íslensku óperunnar á Mackbeth eftir Verdi í Gamla bíói. Óperan er í forsvari þess afkima menningarlífsins sem ég hef ekkert vit á. Ég geri mér engar væntingar aðrar en að fá mitt kampavínsglas.

Engin ummæli: