laugardagur, mars 15, 2003

Ást á gatnamótum

Ég gekk í sakleysi mínu í Þingholtunum áleiðis til Bergstaðastrætis. Í þann mund sem ég steig fram af gangstéttarhorninu á Grundarstíg brunaði gullinn Renault Megan beint í fangið á mér svo mér dauðbrá. Hvasst augnaráð mitt mætti augum bílstjórans, Hilmis Snæs ungleikara. "Merkilegt hvernig þetta 101 pakk kann ekkert að keyra" hugsaði ég í reiði minni. Hilmir Snær steig út úr eðalvagninum til að sitja undir langri ræðu minni um eiginhagsmunaseggi, einkavæðingu og siðferðislega meðvitund. Þegar mér lá hvað hæst rómur greip Hilmir fram í fyrir mér og tók þétt í hönd mína. "Una" sagði hann; "þú ert fegursta vera sem ég hef næstum keyrt niður í flónsku minni. Uppfylltu þrár mínar og hlaupstu með mér á brott til fjarlægra sólbakaðra stranda! Ég elska þig." Síðustu orðin hvíslaði hann á áhrifamikinn hátt og skjálfti fór um pervisinn líkama hans. Ég leit djúpt í augu hans og ullaði. "Nei þökk" svaraði ég að bragði; "ég er trú honum Öndundi."

Engin ummæli: