föstudagur, september 19, 2003

Tolleringin....
...fór vel fram. Áhyggjur mínar um að skipulagið færi úr skorðum reyndust óþarfar, rektor-og kon tilkynntu okkur að þetta væri besta tollering sem þeir hefðu orðið vitni að; gott tempó, góð stemning og mikill klassi. Raddböndin mín eru enn að jafna sig eftir öll öskrin, en við Ásdís sáum um að reka busana út úr stofunum á réttum tíma. Mikið voru þau hrædd, það var ánægjulegt.


Hylling Brynjars
Partýið var nokkuð sérkennilegt. Þrátt fyrir hve yfirfullur Stúdentakjallarinn var ákvað Atli að stíga upp á borð og kenna liðinu Zorba-dans. Uppátækið fékk merkilega góðar undirtektir og svo var dansað þrátt fyrir þrengslin. 6.A tók sig svo reglulega til og hyllti hann Brynjar, eina strákinn á máladeild 3.bekkjar. Hann var króaður af út í horni á hálftíma fresti og þurfti að þola húrrahróp og hvatningarorð. Ætli honum finnist áhugavert í fyrsta menntaskólapartýinu sínu að hópur eldri nemenda skuli hertaka hann æpandi: "BRYNJAR! BRYNJAR! BRYNJAR! ÁÁÁÁFRAM BRYNJAR!" Vona að hann hafi ekki farið grátandi heim.

Beygingarmynd dagsins: Ygld

Engin ummæli: