sunnudagur, febrúar 22, 2004

5110

Skjárinn á hinum lífsseiga síma mínum hefur látið illa að stjórn undanfarna mánuði. Símann hef ég notað síðan í 3.bekk og þar á undan hafði pabbi notað hann í einhvern tíma, svo það má með sanni segja að hann hafi sinnt sínu starfi með sóma, blessaður. Ég óskaði mér nýs síma í jólagjöf, en gerði það auðvitað með of miklum fyrirvara til að munað væri eftir því. Svo gerðist það í gær að ég var að flýta mér í vinnuna og missti símann á steinflísarnar heima hjá Önna. Vill þá ekki betur til en svo, að skjámyndin birtist aftur eftir margra mánaða fjarveru. Þetta hefur veitt mér mikla gleði þessa helgina og fullvissað mig um að þessi sími mun a.m.k. endast mér menntaskólaárin. Lengi lifi 5110.

Beygingarmynd dagsins: duldir

Engin ummæli: