Komi þeir sem koma vilja, veri þeir sem vera vilja, fari þeir sem fara vilja, mér og mínum að meinalausu.
þriðjudagur, febrúar 03, 2004
Ég lá á bakinu áðan og þá fór ég að hugsa um hvað það er skrýtið að deyja. Að halda kannski á manneskju sem þú þekkir í fanginu, og hún er lifandi eins og þú átt að venjast, en svo allt í einu er hún það ekki lengur. Það er skrýtið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli