föstudagur, mars 12, 2004

Ég tók mér frí í dag til að verðlauna mig fyrir góða mætingu. Nú þegar nær dregur stúdentsprófum hefur mér fundist að ég fái eiginlega ekki að læra í friði fyrir skólanum svo ég ákvað að haga deginum eftir eigin höfði í stað stundatöflunnar. Reyndar urðu afköstin ekki eins mikil og vonir stóðu til, en ég hafði það gott. Fór m.a. með Önna í hádegismat á Trocadero og svo litum við á framadaga HÍ í nýja líffræðihúsinu. Síðan vildi svo skemmtilega til að eftir að ég hringdi mig inn veika fór mér að finnast ég vera með blöðrubólgu. Kannski maður kíki til læknis, þetta er frekar hvimleiður andskoti.

Beygingarmynd dagsins: slumunur Já ég veit, þetta er ekki orð, en þetta er seinni hluti beygingarmyndarinnar (áher) slumunur og jafnframt sá besti.

Engin ummæli: