Nú er liðinn 1/3 hluti af hinu formlega íslenska sumri og ég er ágætlega sátt við hvernig ég hef nýtt hann. Ef maður passar sig ekki eiga sumrin það til að renna manni úr greipum án þess að nokkur skapaður hlutur gerist. Vonandi verður ekki svo þetta árið.
Í júní gerðist þetta:
Ég...
...fór í brúðkaup uppi í Skorradal, sem endaði á næturlöngu heitapottspartýi með móðurfjölskyldu Önna (þótt Önni hafi reyndar verið fjarri góðu gamni)
...fór í 2 grillveislur
...brunaði á Snæfellsnes til að sofa í tjaldi
...var dræver í 17.júní skrúðgöngu og keyrði síðan til baka, upp Laugaveginn, klædd eins og Marilyn Monroe með stóra rólu á bílþakinu.
...fór í hestaferð með fjölskyldunni
...fór í óvissuferð með vinnunni
Í júlí og ágúst stendur svo ýmislegt til, svo þetta sumar virðist ætla að verða ágætt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli