laugardagur, mars 31, 2007

Hressur

Í gær hélt ég partý enda var þrefalt tilefni til að gleðjast. Í fyrsta lagi á ég afmæli í næstu viku, og var það formleg ástæða fagnaðarins. Í öðru lagi endurheimti MR loksins Hljóðnemann góða í Gettu betur, eftir tvísýna keppni. Það var kominn tími til að ný kynslóð MR-inga fengi að opna bjórflöskurnar sínar á gripnum, og ég samgladdist þeim innilega. Reyndar þurfti ég að standa á bak við ísskápinn heima í bráðabananum þar sem mér var ómögulegt að sitja kyrr vegna spennu; og hafði ég þó reynt að telja sjálfri mér trú um að mér stæði svo sem á sama hvernig þetta færi. Gettu betur er eðalsjónvarpsefni. Þriðja fagnaðarefnið var svo hinn nýi starfsvettvangur sumarsins, því við Önni munum bæði hefja störf á Morgunblaðinu í lok maí. Það verður spennandi og án efa mjög lærdómsríkt, svo ég hlakka mikið til.
Ég þakka þeim sem glöddust með mér í gær, þetta var gaman.

Beygingarmynd dagsins: grindar

Engin ummæli: