fimmtudagur, ágúst 30, 2007

One half of the world cannot understand the pleasures of the other

Æ afhverju gat Jane Austen ekki lifað nokkrum áratugum lengur og afkastað aðeins meiru? Sögurnar hennar eru ávanabindandi, þær láta manni líða svo vel að mann langar alltaf í meira. Og hvort sem það er búningadrama, eða stílfærslur eins og Bridget Jones eða Clueless, koma myndirnar stemningunni algjörlega til skila. Ég sá Emmu í fyrsta skipti núna um daginn og fannst hún ýkt æði, Mr. Knightley kemst sko alveg á stall með Mr. Darcy. Sjaldan upplifi ég mig kvenlegri en þegar Jane Austen tekst að spila á alla mína erkirómantísku strengi.


Afhverju þurftum við Önni að eiga okkar fyrsta koss á sveittu balli á Nasa? Afhverju gat hann komið íklæddur hnéháum stígvélum, í lafafrakka, með háan hvítan kraga og barta, ríðandi á frísneskum hesti yfir grænar hæðir í enskri sveitasælu þar sem ég væri á skemmtgöngu í skósíðum kjól með sólhlífina mína? Þetta stenst náttúrulega engan veginn samanburð.

Engin ummæli: