þriðjudagur, september 30, 2008

Það er gott að elska

Ég elska nokkra hluti þessa dagana.

Ég elska til dæmis Sigurð Guðmundsson og Memfismafíuna. Platan Oft spurði ég mömmu er nýja uppáhaldið þegar ég vil blokka umhverfið í vinnunni, þótt Óðinn Valdimarsson eigi reyndar enn uppáhaldsútgáfuna mína af Ég er kominn heim. Ætli Vaki, vaki vinur minn sé ekki besta lagið á plötunni, allavega líður mér eins og ég sé stödd á 6. áratugnum sé kominn aftur þegar ég hlusta á það.

Svo elska ég líka Meryl Streep. Afþví að hún er flottust. Meryl þú ert flottust. Ég ætla að verða alveg eins og þú þegar ég verð sextug.Arcade Fire er annað sem ég elska þessa dagana. Og þessi misserin reyndar. Áfram Funeral og Neon Bible!Síðast en ekki síst elska ég manninn sem ákvað að snúa skyldi frá hinni hræðilegu talsetningu á Cilit Bang auglýsingunum og sýna þær frekar á dönsku. Nú eru þær hættar að vera ömurlega hallærislegar og byrjaðar að vera skemmtilega hallærislegar. Ég verð alltaf glöð þegar mér er sagt að brúka Cilit Bang over hele huset!

Engin ummæli: