miðvikudagur, nóvember 05, 2008

Obama

Mikið er ég glöð. Lengst af þorði maður varla að trúa því að hann gæti unnið. Þetta er frábær niðurstaða. Mikið mun hinsvegar mæða á þessum forseta og væntingar miklar. Eftir er að sjá hvort hann mun valda manni vonbrigðum. Það gæti allt eins gerst þótt ég hafi mikla trú á honum. En hvernig sem fer þá eru þetta söguleg úrslit og gaman að lifa svona tímamót.

Engin ummæli: