miðvikudagur, september 25, 2002

Heyrðu svo verður bara alls ekkert gengið á neinn Hengil í dag sökum veðurs. Reyndar get ég ekki séð að veðrið sé sérlega slæmt, en frænkan hlýtur að vita sínu viti. Þrátt fyrir þetta rætist ekki beint úr deginum þar sem auglýsingasöfnun kemur inn í stað göngunnar. Auglýsingasöfnun er afspyrnuleiðinleg. En ekki þýðir að skæla Sigríður, heldur takast á við verkefnið af fítonskrafti og njóta síðan afrakstursins með Lokablaði sem slær Kvasi margfalt við já ó já.

Annars er ég enn rétt að fikra mig áfram í veröld blöggsins.

Engin ummæli: