föstudagur, september 27, 2002

Svo nenni ég líklegast ekkert að vera bloggari eftir allt saman. Hef ekki taugar í það. Spurning samt hvort ég þori að snúa við í þessu skrefi í átt til kúlsins. Mér virðist bloggið vera mj.svo inn um þessar mundir, alltént hjá menntaskólanemum og háskólapiltum. Þó verð ég að velta f.mér tilgangi þessarar starfsemi. Ekki upphátt samt. Klukkan er allt of margt.

Eins hef ég velt fyrir mér muninum á mála-og stærðfr.deildarnemum í daglegu atferli. Hjá okkur húmanistunum virðist mikil lenska að sletta, vitna í, velta sér upp úr og hafa áhyggjur af latínu fram og til baka. Ekki sé ég raungreinafólkið haga sér eins varðandi stærðfræðina. Ætli ástríða þeirra f.náminu sé ekki sambærileg okkar? Eða finna latínunemar sig bara knúna til að vekja athygli á þessari sérstæðu menntun sem okkur hlotnast? Sjálf get ég ekki svarað þessu þar sem ég er ekki mikið f.að básúna latínukunnáttu minni, enda ekki til að hreykja sér af.

Stundum gerir fólk bjánalega hluti. T.d. þegar ég var að tannbursta mig þá tók ég skyndilega þá ákvörðun að gera tvennt í einu, þ.e. spýta út úr mér tannkreminu og strjúka yfir andlit mitt um leið. Bjánaleg ákvörðun.

Ég var að koma úr vinnunni og hendur mínar bragðast af salti (já ég sleikti) Ætli ég drullist ekki í bælið, 2 próf á morgun og skemmtilegheit. Daddara.

Góða nótt.

Engin ummæli: