laugardagur, september 28, 2002

Hilmir lagðist til hvíldar á trampolíni. Eftir Thong-Song tilraunir til að vekja hann til lífs var ákveðið að etja honum og einum hamstranna saman. Hilmir þvældi þá út úr sér orðunum: "Nei Markús, ekki hamstur núna" og fleygði hamstrinum 40-falda lengd sína, við mikla skelfingu viðstaddra. Hilmir svaf síðan áfram svefni hinna réttlátu, en rankaði örvæntingarfullur við sér í morgunsárið og spurði hvort hann hefði nokkuð drepið hamsturinn. Einn hamstranna er vissulega látinn e.nóttina, en flest bendir til að dánarorsökin sé aldur frekar en annað. Hilmir tók fljótt gleði sína á ný þegar Sigurður Arent lék listir sínar með hamsturinn andaða og stillti honum að lokum upp í litlum leirstól sem stjúpsystir Jóns bjó til í skólanum. Þar hvílir hann nú, kaldur og stirðnaður, í gluggakistunni í eldhúsinu.

Sjálf svaf ég vært í bleiku stúlknarúmi, að undanskildum þeim þremur skiptum sem Bragi kom inn og kveikti ljósin. Í 3.skiptið hvæsti ég illilega á hann og flæmdi hann auman á brott m/blótsyrðum. Það fer illa í mig að vera vakin á næturna. Við höfum þó sæst aftur núna.

Myndatakan af dauða vesslingnum Jónasi gekk vel f.sig. Hann var mj.meðfærilegur.

Monty Python var ekki til staðar, en Allo! Allo! rúllar í tækinu í staðinn. Óskaplega ljúft allt saman, en v.endurkomu ökufærninnar verður það bara harkan og bókhlaðan, upp úr hádegi.

Engin ummæli: