þriðjudagur, október 15, 2002

Doddeh hefur misst af töluverðu síðustu 4 árshátíðir sínar. Skv.því sem hann segir hefur hann alltaf hatast út í danstímana í íþróttum. Sem betur fer hefur hann séð að sér, því þetta dansrugl er skemmtileg tilbreyting frá stundaskránni, yfirleitt mj.fyndið og auk þess undirbúningur f.eina af skemmtilegustu hefðum MR, Fiðluballið.

Annars furða ég mig á íþróttalegu sinni systkina minna, miðað v.hvað ég er mikill anti-sportisti. Þau yngri eru bæði í fótbolta auk þess sem hún keppir í hestum og hann í handbolta. Sturla eldri bróðir fer í ræktina. Sjálfri finnst mér gaman að ganga, annað ekki nema í fíflagangi eða sem áhorfandi. Systkini mín eru öll úrvalseintök af manneskjum og gera mig stolta. Ég vildi að ég væri jafn áberandi hæfileikarík og þau.

Hilmir og Þura voru að slást og flissa frammi á gangi. Voða ástfangin og sæt.

Engin ummæli: