Komi þeir sem koma vilja, veri þeir sem vera vilja, fari þeir sem fara vilja, mér og mínum að meinalausu.
þriðjudagur, október 15, 2002
Kastali Orkuveitunnir gnæfir ógnvænlega yfir Nóa Sirius og hina kofana í Hesthálsinum. Á leið til vinnu um daginn í heldur drungalegu veðri varð mér litið á vinnukranann hjá byggingunni, fremst á honum blakti tætingslegur orkuveitufáni í myrkrinu. Ég var sleginn ótta. Mér leið eins og bróðurhluti mannskyns hefði eyðst í skelfilegum kjarnorkuvetri, og hjá orkuveitunni byggi vonda klíkan sem ógnaði öllum, vafðir skornum hjólbörðum. Var lengi að hrista þessa tilfinningu af mér.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli