föstudagur, október 11, 2002

Það fór alveg fram hjá mér að á morgun væri landsleikur í fótbolta. Hafði þó heyrt útvarpsviðtal v.Eið Smára og brosað í kampinn yfir öllum þessum Skotum. Um ellefuleytið í dag gekk hópur vaskra, pilsklæddra mann í veg f.mig ofl. og spurðu hvar hægt væri að sitja yfir bjór svo snemma morguns. Ég stakk upp á Nelly´s og brugðust þeir glaðir við. (Hmm, ég ætti eiginlega að fá borgað f.þessa auglýsingu.)

Skotar eru skemmtilegir. Mér finnst virðingarvert hve þjóðbúningur þeirra er í hávegum hafður, hlýtur að efla samkenndina. Við veltum þó f.okkur í dag hvort þeir yrðu ekki örlítið ringlaðir á almenningsklósettum, þar sem manneskjurnar á skiltunum eru nákvæmlega eins nema önnur er í pilsi.

Enn eitt föstudagskvöldið í rólegheitum. E-n tíma hlýt ég að springa út í algjörum djammþorsta. Það sem af er þessu skólaári er söguleg lægð hjá mér hvað það varðar. Sjálfsagt vegna hjúskaparstöðu, væri ég lausbundnari tel ég líklegt að ég myndi rannsaka skemmtanalífið af meiri ákafa. Mest krassandi viðburðir skemmtanalífs míns frá skólasetningu væru líklegast dauði hamstursins og staupun á Rússnesku fótbroti, sem Bragi "æsku"vinur minn kynnti f.mér.

Innihald Rússnesks fótbrots:
Vodki
Blátt ópal

Aðferð:
Hrist saman þar til ópalið er uppleyst.
(skemmtilegur partýleikur um leið)

Njótið helgarinnar. Það mun ég gera.

Engin ummæli: