laugardagur, október 12, 2002

Þegar ég hlýði Önna yfir tekst honum ómeðvitað að vera alveg eins og Sigga Jó í atferli. ("Já...já! Jájá, já, jájá")
Svo fer hann í tölvuna og spilar ElastoMania til að verðlauna sig eða tæma hugann eða...eitthvað. Ég reyni að lesa eigið námsefni í friði en er sífellt trufluð:

"Sjáðu, sjáðu þetta. Geðveikt kúl. Bíddu, bíddu, horfðu...sko....fer í 2 hringi...æji...ohh...þú mátt ekki halda að þetta sé alltaf svona. Gerist bara þegar þú horfir. Æji, ókei sjáðu ég geri þetta aftur..."

Auðvitað verð ég að hrósa þessari elsku f.hvað hann er flinkur í tölvuleikjum Tilverunnar. Segja honum að hann sé ElastoMania meistari. Kóngurinn. Dást að honum. Þá er hann stoltur.

To Kill a Mockingbird er góð bók. Sjaldan þykir mér leiðinlegt að leggja frá mér námsbækur, en mér finnst súrt í broti að vera búin með þessa. Þó spillti það alltaf ánægjunni af lestri hennar og eins þegar ég les Njálu, ljóð eða málvísindi, að ég fyllist samviskubiti yfir að vera ekki að læra e-ð "mikilvægara". Eða m/öðrum orðum leiðinlegra. Eða m/öðrum orðum stærðfræði. Og frönsku. Og latínu reyndar, en hún er ekki leiðinleg, bara...ógnvekjandi. Hugsa sér ef ég hefði áhuga og ástríðu f.öllu því sem ég er að læra. Ef mér þætti það gefandi og áhugavert. Hugsa sér ef mér þætti allt mitt nám skemmtilegt

Ætli það sé þó ekki mér frekar en náminu sem er ábótavant. (Mér finnst þessi málsgrein hljóma skringilega)

Engin ummæli: