Ég mætti spræk í 4.tíma, slysaðist til að sleppa 3 fyrstu. Nema hvað engin kennari lét sjá sig, í tvöföldum tíma + hádegishlé, svo ég byrja ekki nám mitt í dag fyrr en kl.12:20. Örvæntingarfullar tilraunir mínar til að endurvekja cösustemninguna frá því í fyrra mega sín lítils. Kannski e.áramót hver veit.
Fótboltatrákarnir virðast hafa ákveðið að þeir eigi skólann. Þakklátir samnemendur þeirra fá að heyra Eminem á fullum styrk í hverju hádegishlé og vei þeim sem reyna að skipta um tónlist. Biggi var hrakinn burt frá græjunum áðan, en þó vinsamlegast beðinn um að setja aftur á lag nr.13 á hækka í botn fyrst. Æh, þeir eru ágætir.
Í gær bárust mér mikil gleðitíðindi, Sigurður Arent, einn ánægjulegasti fylgifiskur menntaskólaára minna, hefur sett mig á "skyldu-listann" á síðunni sinni. Valde commota sum. (já ég er í þversögn við sjálfa mig, veit, ég veit) Sjálf er ég alltaf á leiðinni að setja upp lista yfir áhugaverða sambloggara hér til hliðar, það stendur til.
Á föstudaginn er MR-ví dagurinn. Ég mun fylgjast af áhuga m/Snæbirni Guðmundssyni forseta Vísindafélagsins og vona innilega að hann gerist sá senuþjófur sem hann hefur burði í að vera. Hann er svo fallegur drengurinn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli