miðvikudagur, október 02, 2002

Í dag hef ég keypt mér ótalmarga vini með góssinu úr bíóinu. Auk þess hef ég aðeins setið í 2 kennslustundum af 9. (Frí í tvöfaldri spænsku líka) Á eftir kl.16:30 mun ég svo ganga á Hengilinn, þ.e.a.s. ef ég hef tök á að koma mér þangað.

Fram að vinnu í gær upplifði ég mikla einsemd. Þannig er að í síðustu jóla-og vorprófum lærði á Íþöku, bókasafni Menntaskólans. Lestrinum fylgdi þá mikið félagslíf, svo sem skák, hackysack (tók reyndar þátt í hvorugu en fylgdist m/af áhuga) orðaleikir, hástemmdar umræður og bjánaskapur. Í gær sat ég ein í galtómum lestrarsalnum. Þögnin nísti mig að innan og ég fylltist fortíðarþrá, kvilla sem ég þjáist gjarnan af. Upplifi jafnvel fyrirfram fortíðarþrá á stundum, þ.e. trega augnablikið f.hönd sjálfrar mín í framtíðinni. Afi minn er múrari.

Ég þarf að finna mér bílandi mann á leið upp að Hengilsvæðinu; leit hafin.

Engin ummæli: