þriðjudagur, október 01, 2002

Það gengur allt á afturfótunum hjá mér. Ég þarf nauðsynlega að skila pabba myndavélinni, sem er enn heima hjá Konna í hlíðunum. (Strákarnir eru enn að vinna í uppsetningunni, mér líður ekki vel á sálinni) Blaðið fer í prentun í dag svo ég þarf að finna skanna til afnota e-s staðar, hvar svo sem þar verður. Það eina sem mér dettur í hug er að skrópa og fara niður í vinnu til pabba, sem mun þá væntanlega krefjast myndavélarinnar, sem ég ekki hef.

Kíkti í heimsókn í stofunna hennar Steinunnar áðan. Þar voru nokkrar manneskjur sem ég hef aldrei nokkurn tíma séð áður svo ég muni, og eru þó m/mér í skóla á 3.ári. Steinunn er enn að jafna sig eftir helgina, en hún tók þá skyndiákvörðun á fimmtudaginn að fljúga til Noregs á föstudag í tilefni af afmæli Söndru vinkonu. (Hún býr senst í Osló) Mikið væri ég til í svona helgarflipp, ég bara tími því ekki. Sparasparaspara. Annað mál ef ég byggi t.d. í Noregi, en kærasti Söndru bauð henni til útlanda í tilefni af afmælinu. Þau fóru út á flugvöll og tóku bara næstu vél sem hljómaði spennandi, enduðu á Kýpur. Eftir því sem ég best veit kostaði flugið 16.þús. ísl.kr. Það er ljúft. Helvítis Ísland að vera svona langt frá öllu.

Held það sé bókhlaðan í dag. Reyna að bjarga því sem bjargað verður f.komandi latínustíl.

Engin ummæli: