mánudagur, september 30, 2002

Í kvöld hefur Loki Laufeyjarson verið upp settur. Verkinu er reyndar ekki lokið en ég stakk af undan ábyrgðinni þar sem ég óttaðist að festast utan Mosfellsbæjar næturlangt. Uppsetningin fór fram heima hjá Konráði Jónssyni sem er drengur góður. Kann ég honum miklar þakkir f.hjálpina.
Ég ætla að sofa í bílskúrnum í nótt til að tryggja að ég geti sofið út í fyrramálið, jafnvel þó ég verði smá myrkfælin ein þarna úti í gnauðandi vindinum. Þar sem ég er einstæðingur þessar næturnar verð ég líka að muna að klæða mig upp í viðhafnarfötin, sem er þykkt flónel frá toppi til táar og ullarsokkar. Já ég er aðeins kaldur og titrandi kvenmaður skjálfandi ein í ógnarstóru rúmi.

Djöfull ég tók óvart m/mér heim lógó sem þarf að skanna inn í blaðið helv...andsk...

Ég er þegar farin að fá f.hjartað þegar ég leiði hugann að latínustíl komandi miðvikudags. Er að vinna á morgun....ohh...hef ákveðið að vinna Sambíóunum mikið til miska annað kvöld og gefa fullt af fólki subbulegan afslátt og taka ógrynni af fílakaramellum handa Nönnu.

Aumingjablogg.

Engin ummæli: