þriðjudagur, október 22, 2002

Helgi mikilla nautna er nú liðin.

Eftirfarandi atriði vöktu athygli mína um helgina:

-Eyðibýlið Hvammur er hentugur staður til helgarferða.
-Fögur er fjallasýnin í Rangárvallasveit.
-Rauðvín er ógnargott.
-Að vera nakin úti í frosti er kalt.
-Sprengisandur er mj.svo svartur.
-Auðn er fegurð.
-Stíflur eru heljarinnar mannvirki.
-Hægt er að hlýja sér á stæðilegum, loðnum karlmönnum.
-Mar grætur ekki góðan mat.
-Stundum er of notalegt inni til að horfa á stjörnurnar.
-KFC á Selfossi er óæskilegur til átu.

Þegar mánudagurinn rann svo upp þótti sniðugt að fara á hlöðuna, en loks þegar þangað var komið, fullseint, var troðið út úr dyrum. Við Önundur fórum því tvisvar á Bæjarins Bestu, einu sinni í Ísbúðina Álfheimum og rúntuðum Laugaveginn áður en lærdómur hófst. Honum lauk síðan í fyrra lagi því Haukur læknisfræðinemi taldi okkur á að fara í bíó. Red Dragon er góð en jafnframt óhugguleg mynd.

En nú tekur hversdagslífið við fram að jólaprófum.

Engin ummæli: