Vaknaði í morgun m/höfuðverk og langaði mest í hambojagga og fröllur. Þetta finnst mér fullkomlega ósanngjarnt þar sem ég var bílandi í gær og snerti ekki áfengi.
Atriðið gekk mj.vel og hefur mér verið hrósað f.leiksigur sem naut. Ég sagði "helvítis" í einu stanginu, bara f.Hilmi og allt gekk eftir. En öllum verður að blæða f.listina. Sigurður Arent hlaut sár á höfuð þegar hann gekk á A-ið í Abbanu á sviðinu og ég er þrælslega skorin á tætt á öxlum & bringu eftir nautshausinn, sem var eitt víravirki.
Partýið var ótrúlega skemmtilegt. Markús sat nötrandi með ítölsku hráskinkuna sína og parmesaninn yfir rauðvínssötrinu, hann gerði ráð f.sófapartýi og fordæmdi lætin. Mannskapurinn grét ekki stuðið og edrú sem bedrú skemmti ég mér konunglega. Mér sýnist að bekkurinn muni þurfa 1-2 mögnuð partý sem fyrst til að hristast betur saman. 5.A samanstendur af eintómum öðlingum, en ætli það sé ekki stærð stofunnar sem hefur hindrað nánari kynni, sem er synd.
Nú er ég nýkomin úr Bláa Lóninu. Frnak treysti sér ekki með þar sem hann að sögn vaknaði nánast dáin.
En nú styttist í próf lögfræðinýnema. Að því loknu stefni ég beint út á land í norðurljósin. Mikið hlakka ég til.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli