Kári fullyrðir og þrætir fyrir og neitar að samþykkja annað en að e-r á heimilinu skeini sig í handklæðin. Þessu hefur hann haldið fram í marga mánuði, tekur málið alltaf upp aftur á nokkura vikna fresti. Af hræðslu við kúkinn í handklæðunum þurrkar hann sér ekki um hendurnar eftir þvott. Það er skemmst frá því að segja að engir aðrir fjölskyldumeðlimir hafa orðið varir við téða kúkabletti.
Þess má einnig geta að hann hefur aftur sett Metallica á fóninn. Mamma vældi en ákvað svo að beita sálfræðinni á hann; "Ég var að heyra að þú ættir kærustu? Hvað heitir hún?"
Fjölskyldulífið í Akurholti 19 er indælt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli