þriðjudagur, október 29, 2002

Önundur er nú byrjaður að vísa í mig sem "kvenmanninn". Við skulum sjá hve lengi hann heldur því áfram.

Þessi dagur er með eindæmum grár, sannkallaður suddi svo ekki sést til Esjunnar. Sama er að segja um sjálfa mig; mín innri Esja er umlukin gráum skýjum sem sjúga græðgislega úr mér allan mátt og tæra mig upp svo ég fyllist vonleysi og tregafullri angist. Af því tilefni vil ég birta ljóð sem elskulegur vinur minn Bragi Páll Sigurðarson orti um mig á 9 ári grunnskólanáms okkar. Gjörið svo vel:

Una þú ert sæt og fín
ég er ekki að fokka,
mikla, góða mamma mín,
kanntu að prjóna sokka?

Una þú er falleg drós,
unaðsleg; þitt nafn er hrós.
Una þú ert draumur í dós
ðats ðe vei ðö storí gós.

Engin ummæli: