þriðjudagur, október 29, 2002

Norðurlöndin eru í sjónvarpinu að fagna menningu sinni. Ánægjulegt að hugsa til þess að í salnum skuli sitja fólk frá þessum sjö nágrannalöndum og allir skilja meira eða minna hvað fram fer þó þjóðtunga viðkomandi sé ekki töluð. (Nema auðvitað Dorrit greyið, hún situr bara með barminn út í loftið og skilur ekki bofs.) Synd hve fáir okkar krakkabjánanna gera sér grein f.þessum kosti dönskunnar, hún er lykillinn að hinum málunum. Norðurlöndin eru fallegt og krúttlegt fyrirbæri.

Engin ummæli: