Samkynhneigðir einstaklingar geta fengið undanþágu frá íþróttatímum og finnst mér það fullkomlega eðlilegt. Annað er öllu merkilegra; mér var sagt að bekkjarsystir mín hefði farið til læknis og fengið vottorð sem staðfesti að hún væri lesbía. Þanni sleppur hún v.íþróttatímana og óska ég henni til hamingju m/það. En hvað er málið með að fá vottorð um samkynhneigð hjá lækni? Hvernig gengur læknirin úr skugga um að viðkomandi sé eiginkynselskandi? Tekur hann blóðprufu?
Henrique Garcia situr v.píanóið í Cösu og spilar Ave Maria. Mér finnst ég vera í bíómynd; senan er ég hlæjandi á skólagöngunum m/félögunum, smám saman dofnar myndin og "feidar" út, tónlistin hækkar, gamalt fólk birtist sitjandi yfir spilum m/tregafullan glampa í augum. Henriqe hefur komið mér í margs konar ástand frá því hann byrjaði fyrst að busast v.píanóið í fyrrahaust.
Að lokum vil ég endurtaka á opinberum vettvangi afsökunarbeiðni mína til Margrétar. Ég hafði engan rétt á að hreyta ónotum í þig Margrét mín þó þú tyggðir (viðtengingarháttúr þátíðar sagnarinnar "að tyggja" í 2.persónu) tyggjóið svona glannalega. Fyrirgefðu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli