Mikið var gaman að sjá strákana fagna sigri í gærkvöldi. Já MR-ingar eru tvöfaldir MR-ví meistarar, sem þýðir að næsta ár kemur bikarinn í hús. Í fyrra missti ég af ræðukeppninni þar sem ég þurfti að vinna í hinu illa kjötborði Nóatúns í Mosfellsbæ. Aldrei hef ég verið jafn bitur. Nú líður mér ögn skár, takk kæra ræðulið og til hamingju. Þá sérlega Jóhann, ástsæll bekkjarbróðir minn, meðritstjórnandi og ræðumaður kvöldsins. Einnig vil ég hylla Frank enn og aftur. Hann kann sko að taka tímann drengurinn og það er hreint ekki á allra færi. Tók t.d. tímann á mér og ég var 10,48 sek. Axlabandabikiníið var líka einstaklega sniðugt. Sem fyrr gat tímavörður vessló ekki lagt sig fram um að gefa neitt frumlegt eða skemmtilegt. Í fyrra var það gamalt skólablað og í ár niðurrifin plaköt af veggjum verslunarskólans. Vei.
Áðan var ég í andfélagslegu skapi. Hafði hugsað mér að sitja heima yfir Njálu. Ákvað samt að hífa mig upp á rassgatinu og horfa á Zoolander m/vinkonunum. Fínasta afþreying. Þó hafði ég meira gaman af samtölum kvöldsins en myndinni. Stelpuspjall góðra vinkvenna er stórskemmtilegt, það hefur mér alltaf fundist.
Ég hef komist að því að af mér er dreginn fullur skattur. Þetta raskar fjárhagsáætluninni í bili og reitir mig til reiði. Er á nógu miklum skítalaunum fyrir þó ég sé ekki líka að fá útborgað aðeins tæplega helminginn.
Jæja bælið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli