Um daginn fylgdust við Steinunn og Elín Lóa glaðar með gömlum manni með stóran blómvönd dingla bjöllu v.Miklubrautina. Við gerðum okkur í hugarlund að hann ætlaði að gleðja ástina sína. Svo áttuðum við okkur á því að þetta voru samúðarblóm og veltum f.okkur hver myndi koma til dyra að taka v.þeim. Við nánari athugun sáum við að hann var ekki að bíða e.neinum, heldur að bisast við að opna með lykli sem var erfitt sökum stærðar blómvandarins.
Hvað gerði ég svo í gærkvöldi? Jú ég horfði á Aladín (sannreyndi að ég kann hana enn utan að) og svo kenndi Önundur mér að búa til skutlur.
Á eftir er samkoma á Laugarnestanga, þar sem Hallgerður blessunin Höskuldsdóttir langbrók liggur skv.mínum bestu heimildum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli