Hilmir hefur komið sér upp hlaupandi bloggi. Kreisí.
Gleðskapurinn á Laugarnestanga í gær minnti mig á löngun mína til að eignast herbergi sem er ein stór sturta. Þ.e. allt loftið væri ógnarstór sturtuhaus. Eins og rigning innanhúss. Kreisí.
Mig dreymdi í nótt að Magnús Davíð Norðdahl ætlaði að skutla mér á árshátíð en varð reiður yfir hvað ég var sein því hann var á leið í klippingu kl.fimm.
Vert að geta þess að Sigurður Arent virðist ætla að taka v.af Magga sem treflamaðurinn í M.R. Hann arkar um gangana m/bóhemtrefil og Damon Albarn klippingu. Til hamingju Siggi.
"Rosalega er samt hentugt að casa heiti casa, þú veist "hey komum niður í cösu", en ekki t.d. Magnús Freyr Hafliðason."
-Siggi Arent
Engin ummæli:
Skrifa ummæli