mánudagur, nóvember 11, 2002

Ég eyddi helginni í foreldralausu húsi og nú í morgun var loksins allur matur uppurinn, þrátt fyrir Megaviku Dominos.
Heimalærdómur sat á hakanum en hinsvegar náðist upp gífurleg færni í stórkostlegum bílaleik.

Á laugardaginn gerðist ég menningarleg og brunaði á Gullæði Chaplins, undir spili sinfóníunnar. Við Steinunn fórum nú í fjórða skiptið saman á þennan viðburð, fimmta árið munum við gera mikið úr deginum. Við hliðina á mér í bíóinu sat óþolandi lítið strákkvikindi sem hætti ekki að tala allan tímann. Þegar síga tók á seinni hlutann spurði hann pabba sinn hvenær þetta myndi eiginlega byrja og krafðist þess að fá nammi og kók. En sýningin var skemmtileg og salurinn lifði sig mikið inn í raunir gulleitarmanna, af ópunum og hlátrasköllum að dæma.

La Primavera er annars ágætis staður. Takk Markús.

Tilvitnun helgarinnar:
"Þegiðu Þorgeir eða pabbi tekur af þér slátrið og bjúgað"
-Hrefna svilkona mín við eiginmann sinn (meiningin var bókstafleg)

Tilvitnun dagsins:
"Ég las nú bók um tíðahringinn...óttaleg hringavitleysa. Endaði í blóðbaði"
-Jóhann Alfreð

Engin ummæli: