sunnudagur, nóvember 24, 2002

"Ég ætla að fá tvo vatn"
"Já og þrjú stór vötn"
"Láttu mig fá litla vatn"


Þessum laugardegi varði ég í 13 klst.langar mannlífsrannsóknir. Fóru þær fram í Sambíóunum að Álfabakka. Þar átti sér stað frumsýning á Harry Potter frá kl.10 í morgunsárið til miðnættis og því úr miklum mannfjölda að moða. Á svona stöðum er nefnilega hægt að finna allan skalann af mannlegum karakterum, sem mér finnst gaman að fylgjast með. Eftir á að hyggja hefði ég þó frekar viljað liggja í bubblubaði í daglangt.

Merkilegt nokk fæ ég þó nokkrum sinnum eftirfarandi athugasemdir við vinnu:

"Af hverju ert þú alltaf svona fokkin of gáfuð?"
"Ertu í einhverju fokkin Gettu Betur liði?"
"Veistu fokkin allt?" ...os.frv.


Merkilegt nokk heyri ég aldrei sömu athugasemdir innan MR-samfélagsins. Statusinn breytist eftir umhverfi. Finnist einhverjum gott að hafa sérstöðu ætti sá hinn sami að sækja í hóp þar sem auðvelt er að vera fremstur meðal jafningja, en forðast staði þar sem eitthvað þarf að leggja á sig til að ná sömu stöðu. (Þetta er að sjálfsögðu sagt án nokkurs hroka...uuu....já)

Ég var að átta mig á því að þessi helgi er síðasta tækifæri til klaufúrslettinga fyrir jólapróf. Og ég hef ekki gert rassgat. Ekki frekar en síðustu vikurnar. Félagslíf mitt hefur verið frekar dapurlegt, alltént miðað við síðasta ár. Ég er ekki nógu sátt við þetta, sem menntaskólanemi á skemmtanagleði mín að vera öfgafull. Ekki láta mig komast upp með að sóa æsku minni í nám, í stað þess að verja henni í vín.** Takk.

**Tómas Guðmundsson

Engin ummæli: