sunnudagur, nóvember 24, 2002

Vinnufélagar mínir hneyksluðust á keppninni "Herra Ísland" í gær. Rætt var um einn keppandann, sem var víst hommi. Þau gátu ekki skilið "fyrst hann er hommi, hvað í andskotanum hann var þá að gera í þessari keppni?!" Ég get ekki séð hvers vegna samkynhneigðin ætti að hindra hann í að metast um líkama sinn við kynbræður sína. Eflaust hafa einhverjar stelpnanna í Ungfrú Ísland verið lesbíur, ekki skemmdi það neitt. Heiti keppninnar er ekki "Herra gagnkynhneigður Íslands" og markmiðið ekki að velja þann sem hefur flekað flestar konur, heldur þann sem er sólbekkjabrúnastur. Eða...er það ekki annars?

Engin ummæli: