Ræðukeppnin Sólbjartur er orðin að föstum lið eins og venjulega. Ég hef nú séð þær tvær keppnir sem búnar eru og haft gaman af. Þó er dómarahléð í dag sérstaklega minnisstætt (enda ekki langt um liðið) og hlaut titilinn "súrasta dómarahlé í sögu Sólbjarts." Enginn áhorfanda stóð upp til að pissa eða reykja eins og venjulegt er heldur sátu allir sem fastast og hlustuðu á Odd Ástráðs fundarstjóra gera ítarlega grein fyrir fjölskyldumynstri sínu. Fleiri höfðu (misátakanlegar) reynslusögur um fjölskyldu sína að segja, en að lokum leystist samkundan upp í keðjusöng lagsins Sá ég spóa. Þess má geta að allt þetta var tekið upp.
Tilvitnun dagsins:
"Lalala, lalalalalla, lalala, lalalalalla"
-Kylie Minoge
Engin ummæli:
Skrifa ummæli