Smásögur úr hversdagslífinu:
Þegar ég var lítil átti ég oft í miklu sálarstríð fyrir háttinn. Ég gat ekki ákveðið hvort ég átti að hafa hurðina lokaða ef kvikna skyldi í eða opna ef það kæmi jarðskjálfti. Ákvað á endanum að loka henni aðra hverja nótt.
Á gangi eftir Tjarnargötunni áðan sá ég konu koma út úr húsi með byssu í hönd og miða á félaga sinn. Vitaskuld var þetta platbyssa, en það fyrsta sem mér kom í hug var að hér yrði ég vitni að skotárás. Varð dulítið spennt.
Þegar ég var í 10.bekk stóð ég ásamt hópi grunnskólakrakka yfir deyjandi manni sem lá á götunni. Hann hafði skyndilega fengið hjartaáfall og hrunið niður, svo byrjaði hann að blána og stífna upp. Sjúkrabíllinn var lengi á leiðinni og á meðan ég fylgdist með þessu fékk ég hláturskast. Á sama tíma skældi bekkjarsystir mín. Viðbrögð fólks við áreiti eru ólík, en hlátur minn stafaði ekki af illsku heldur panikki.
Einu sinni hnerraði eldri bróðir minn beint framan í mig.
Mér skilst á Frank að hann muni fara með hlutverk Teletubbie í Áramótaskaupinu. Sumir fá bara allt upp í hendurnar haaa. Spurningin er hvort hann fær að vera Tinkívinkí, Nana, Tipsí eða Pó.
Í Mosfellsstrætó um daginn hitti ég hóp af fólki með Downs-heilkenni sem tóku að yfirheyra mig miskunnarlaust. Svo þegar ég sagðist eiga kasettu með Björgvini Halldórssyni lá við að þau klöppuðu af fögnuði. Í framhaldinu var ég frædd ítarlega um kosti Bjögga.
Mér leiðist.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli