miðvikudagur, nóvember 27, 2002

Sá Harry Potter and the Chamber of Secrets í gær. Ágætis mynd, betri en forverinn. Þær eiga þó sameiginlegt að vera sykraðar með óþarfa væmni, sem ég vona að minnki þegar Chris Columbus afhendir Mexíkananum/kóanum stjórntaumana. Krakkarnir er alltaf jafn sætir, en sýna enga gífurlega takta. Ég skrifa það á leikstjórann frekar en hæfileikaleysi leikara. Daniel Radcliffe beyglar munninn á furðulegan hátt. Malfoy feðgarnir eru aðeins of illir. Í bókunum réðst Lusious ekki að Harry með hníf, enda finnst mér það veikja hans karakter. Reyndar finnst mér veikasti punktur bókanna vera hve stórt bilið er milli hinna góðu og hinna illu. Rowling hefði t.d. mátt tempra Dudley fjölskylduna aðeins, að mínu mati. Varðandi myndina þá finnst mér tónlistin heldur klén á köflum, mætti draga aðeins úr ævintýrabjöllunum. Svo verður athyglivert að sjá þá næstu, þar sem The Prisoner of Azkaban er uppáhaldsbókin mín í flokknum. Spurning hvað næstu 2 myndir verða langar, og þá hversu mörgu verður sleppt úr bókunum. Myndirnar komast aldrei á sama stall og bækurnar, persónusköpunin er grynnri auk þess sem húmorinn er mun síðri. Hinn lúmski og "þróaðari" húmor í bókunum skilar sér ekki í myndirnar, þar sem aulabrandarar ráða ríkjum. Þrátt fyrir allt eru þær ágætis skemmtun.

Nýkomin af Herranætursamlestri. Skemmtilegt hvernig kvenhlutverk eru iðulega töluvert færri og mun bragðlausari en karlhlutverkin. Jafnframt mæta alltaf mun fleiri stelpur á samlestra, svo tölfræðin er öll með strákunum.

Engin ummæli: