fimmtudagur, nóvember 28, 2002

Ljúfur dagur, tvær virkar kennslustundir og kaffihús út í eitt.

Mikið er ég ánægð með þetta milda veður. Styttir veturinn til muna. Bara svo lengi sem snjórinn kemur í desember verð ég fullkomlega sátt. Ekki eru allir sammála mér, Margrét vill helst engan snjó sjá. Er fólk almennt á því? Mér finnst smá snjór, klaki og frost vera algjör nauðsyn í a.m.k. nokkrar vikur. Stemningin er svo skemmtileg, ég hef enn mikið gaman af að renna mér á sleða og búa til snjókarl. Ég vil snjó! Í desember...

Engin ummæli: