mánudagur, desember 16, 2002

FRELSIÐ ER YNDISLEGT! Þar sem Önni mun ekki yfirgefa byrgið sitt þessa vikuna fékk ég lyklavöld að bílnum hans og hvílíkur munaður. Ahhh ég get bara skroppið í bóksölu stúdenta og í IKEA (sem er með eindæmum steikt búð) án nokkurs vesens. Ég er því mjög glöð og óska öllum velfarnaðar. Guð forði ykkur frá pneumonoultramicroscopicsilicovolcanoconiosis ** og öðrum afbrigðum lungnasjúkdóma.

Dagar Íþöku er brátt á enda runnir. Lokakvöldið leystist upp í vitleysu. Markús lokaði okkur niðri í myrkum kjallara bókasafnsins. Í hefndarskyni var hann læstur inni á klósetti, sem kallaði á enn aðra hefndaraðgerð; hann braust út og sveiflandi votum klósettbursta. Síðan slökktum við ljósin og fórum í feluleik, sem endaði þegar vatnsflaskan mín tæmdist yfir námsgögnin. Íþaka er sem mitt annað heimili.


**Þess má geta að þetta orð ku vera hið lengsta í enskri tungu. Af tillitsemi við fórnarlömb ellipsosyllabophobiu*** ákvað ég að birta það óstytt.

***Sjúklegur ótti við orð sem vantar atkvæði

Engin ummæli: