mánudagur, desember 02, 2002

Ég fattaði um daginn að ég gæti verið horfinn, væri mér rænt eða ég dæi, í allt að 3 sólarhringa án þess að mínir nánustu óttuðust um mig. Stundum dvelst ég nefnilega lengi hjá Önundi og fjölskylda mín gerir væntanlega ráð fyrir að ég sé bara þar. Jafnframt gerir Önni ráð fyrir að ég sé heima sé ég ekki hjá honum. Þannig gæti ég verið á hvorugum staðnum svo dögum skipti án þess að það þætti óvenjulegt. Þegar ég gerði mér grein fyrir þessu fylltist ég ofsahræðslu og læt nú vita af mér á hverju kvöldi, svo það þykir frekar óvenjulegt ef ég geri það ekki, frekar en hitt.

Annars má vel vera að ég sé bara óhóflega vænisjúk. Það sem helst bendir til þess er kannski að ég hef stundum gengið heim í myrkri með fingurinn á "call" takkanum og 112 stimplað inn. Ef eitthvað skyldi gerast....Reyndar hef ég sjaldan verið svo skelkuð á ferðum mínum og nokkuð langt síðan síðast. En ég er ekki sú eina, þegar ég játaði þetta fyrst fyrir vinkonum sögðust sumar þeirra líka hafa gert þetta. Kannski er allt kvenfólk óþarflega óttaslegið. Ég held að það sama sé ekki uppi á teningum hjá karlpeningnum.

Engin ummæli: