sunnudagur, desember 01, 2002

Ég hef þjáðst af óhóflegri seddu alla helgina. Seddan náði hámarki í frípunkta-pizzuáti laugardagsins. Laugardagurinn náði hinsvegar hámarki sínu þegar við Önni klæddum okkur í skræpótta snjógalla og horfðum á Elton John og National Geographic fram eftir nóttu. Athæfið þótti okkur sniðugt mjög. Svona er lífið skemmtilegt.

Nú er hinsvegar þurrkuntulegt tímabil prófalesturs framundan. Mér finnst að MR ætti að byrja þriggja anna kerfi. Þá væri haustprófum lokið í nóvember og desember áhyggjulaus. Jafnframt væri minna efni fyrir hvert próf og auðveldara að halda sínu striki. Þetta kerfi hentaði mér ágætlega í gagnfræðaskóla og vildi ég gjarnan sjá rök gegn því.

Engin ummæli: