sunnudagur, desember 08, 2002

Var að horfa á "barnamessu" í Viltu vinna Milljón. Tólf ára stelpa í keppninni vildi hringja í hann Styrmi skólafélaga:

Þorsteinn Joð: "Bekkjarbróðir?"
Tólf ára stelpa: "Nei"
Þorsteinn Joð: "Bara vinur?"
Tólf ára stelpa: "Nei, proffi

Börn eru grimm. Grunnskólaárin eru grimmileg. Ég kom reyndar ágætlega undan þeim, en fylgdist forviða með nöðrunum í árganginum mínum pískra hver um aðra og stinga miskunnarlaust í bök. Strákarnir lömdu og börðu, stelpurnar pískruðu og lugu, slúðruðu og sviku. Krakkar geta svo sannarlega verið andstyggilegir.

Styrmir svaraði svo rétt og hjálpaði henni að landa fimmhundruðþúsundkallinum. Klár strákur.

Engin ummæli: