mánudagur, febrúar 17, 2003

Hundshjarta var frumsýnt á Herranótt í gær. Fimm mínútum fyrir sýningu fattaði Frank að fylgja þyrfti forsetanum til sætis þegar hann kæmi. Svo á meðan Frank tilkynnti komu Ólafs Ragnars þá skottaðist ég með hann í bandi þangað til ég fattaði að ég vissi ekki nákvæmlega hvar hann átti að sitja. Á svölunum myndaðist örlítið öngþveiti þegar enginn var viss hver var sessunautur hvers, og það nýtti ég til að láta mig hverfa. Forsetinn reddaði sér sjálfur og ég mun forðast opinber ábyrgðarstörf í framtíðinni. Sýningin gekk annars snurðulaust fyrir sig og var vel tekið. Í nótt fylgdumst við Kristín María og Jóhann Alfreð með næturlífi ungmenna sem að allri dómgreind gleymdri færðu okkur skemmtun líkastri hraðspóluðum Leiðarljóssþætti. Takk krakkar, þið eruð sápa. Nema ábyrgðarmaður ælunnar á svefnpokanum mínum, hver má rotna í eigin naflakuski um alla eilífð.

Engin ummæli: