föstudagur, mars 28, 2003

Við ætlum nokkur að bjóða okkur fram í Selsnefnd. Skrifaði kosningagrein í dag. Fór svo í vinnuna og afgreiddi 5 manns. Fékk að fara heim. Allir í bíó.

------------------------------------------------------------------------------

Prýðilegu menntskælingar.

Sem stendur er hið ástkæra Sel okkar MR-inga stopp á rauðu ljósi. Þrátt fyrir talsvert miklar framkvæmdir undanfarin ár er ljóst að marga, mikla, stóra og búlduleita peninga þarf til að fullklára brunavarnirnar. Þótt óvíst sé hvenær hægt verður að taka Selið aftur í notkun, er mjög mikilvægt að Selsnefnd sé alltaf til staðar, til að sjá um nauðsynlegt viðhald og fjáröflun ef hægt er. Selið má ekki gleymast og grotna niður! Næsta vetur verðum við í ´84 árgangnum þau einu eftir í skólanum sem hafa kynnst Selsferðunum rómuðu og vitum því hvað er í húfi. Við munum gera allt sem við getum til að koma Selinu aftur í gagnið og skúra, negla, mála, pússa, saga, bæta, staga, slípa og dúlla við allt sem hægt er að skúra, negla, mála, pússa, saga, bæta, staga, slípa og dúlla við.

Með atkvæði ykkar tryggið þið að við fimm munum baða okkur nakin í hylnum í nafni allri MR-inga.

Helgi Hrafn Guðmundsson 5.A
Hilmir Jensson 4.B
Sigurður Arent Jónsson 4.A
Snæbjörn Guðmundsson 5.A
Una Sighvatsdóttir 5.A

Engin ummæli: