miðvikudagur, mars 26, 2003

Ég spjallaði við íþróttakennarann minn í gær til að komast að því á hverju einkunn mín um jólin var byggð. Ég var í gönguvali (vikuleg fjallganga með Hauki frænku) og þess vegna áttu engin próf að gilda inn í lokaeinkunn. Um jólin fékk ég 6,0. Aðspurð sagði Lára að einkunn mín úr valinu væri 9,5. Ég sagðist þá ekki skilja hvernig ég gat lækkað niður um 3 heila og 1/2 fyrst ekkert nema mæting gat haft áhrif á einkunnina og ég var einungis með 4 fjarvistir á misserinu. Hún sagði þá að stökkin hefðu verið svo lélég hjá mér. STÖKKIN?! Lækka ég úr 9,5 niður í 6,0 vegna þess að mér gengur illa að hoppa yfir kistu?
Þess má svo geta, að Margréti ólastaðri, að hún var með fleiri skróp en ég og tók auk þess ekki tjarnarhringinn vegna astma, en fékk samt 8. Hvað gerði ég til að vera 2 heilum lægri en hún?

Íþróttaeinkunn byggist á engu nema viðbjóðslegum geðþótta kennara. Það er fáránlegt og út í hött og svívirðilegt og ýmisleg fleiri gífuryrði að þetta rugl skuli hafa áhrif á mína meðaleinkunn. Ég neita að taka þátt í þessari andskotans vitleysu.

Beygingarmynd dagsins...
...er að þessu sinni tileinkuð Alexöndur Kjeld: Kúlulegunum

Engin ummæli: