þriðjudagur, apríl 29, 2003

Í gær tókst mér að stytta listann yfir "hluti sem er nauðsyn að gera til að úskrifast úr MR með sæmd". Þennan lista settum við Frank Cassata og Margrét Maack saman í 4.A en ég held reyndar að þau hafi bæði gleymt honum. Ég hinsvegar man þessi göfugu markmið enn:

1.Fara niður í kjallarana undir gamla skóla og Íþöku
2.Hringja bjöllunni inn/út úr tíma.
3.Gegna embætti
4.Stunda kynlíf innan veggja skólans.
5.Fá rektorsáminningu

Hringur 5.X hinn nýji inspector platearum framseldi mér vald sitt til innhringingar 5.tíma í gær. Ég tel að ég hefði getað innt starfið betur af hendi og fæ kannski tækifæri seinna til að bæta hringingartækni mína. Þá er rektorsáminningin eftir en ég veit ekki hversu ötullega ég á að stefna að henni, sá liður listans er á gráu svæði hjá mér.

Beygingarmynd dagsins: Mjólkur

Engin ummæli: